Annasöm helgi hjá ÍBV
�?rír leikir fóru fram frá föstudegi til sunnudags hjá meistaraflokkum ÍBV í knattspyrnu og handbolta og er sá fjórði eftir en strákarnir í handboltanum mæta í Gróttu á útivelli á morgun, verða þetta því fjórir leikir á jafnmörgum dögum.
Kvennalið ÍBV í knattspyrnu reið á vaðið á föstudaginn í leik sem var flýtt vegna veðurs. Mættu Eyjakonur Fylki á Hásteinsvelli í úrhellisrigningu og voru aðstæður eftir því. �?að er skemmst frá því að segja að leiknum lyktaði með markalausu jafntefli þar sem tiltölulega lítið markvert gerðist.
Stelpurnar í handboltanum gerðu síðan góða ferð til Selfossar í gær þar sem þær lögðu heimaliðið með sjö marka mun, lokastaða 25:32. Markahæst í liði ÍBV var Karólína Bæhrenz með níu mörk talsins.
Nú fyrir skömmu mættu strákarnir í fótboltanum Breiðabliki á útivelli þar sem lokatölur voru 3:2, heimamönnum í vil. Shahab Zahedi og Gunnar Heiðar �?orvaldsson gerðu mörk Eyjamanna. Nú þegar einn leikur er eftir eru Eyjamenn með eins stigs forskot á Víking �?. í sætinu fyrir neðan.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.