Antónío Costa, forsætisráðherra Portúgals, fékk að bragða bæði saltaðan þorsk og þorskhrogn frá Vinnslustöðinni á bæjarhátíð þar í landi fyrr í þessum mánuði og dásamaði íslensku sjávarafurðirnar. Hann þeysir nú um sveitir, bæi og borgir vegna sveitarstjórnakosninga 1. október.
�?etta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar,
vsv.is. Sölu- og markaðsfyrirtæki VSV, About fish Portugal, hefur bækistöðvar í Oliveira de Azeméis, 20 þúsund manna bæ 35 km suður af Portó. �?ar var hefðbundin bæjarhátíð 9. og 10. september, vettvangur heimafólks til að kynna framleiðsluvörur sínar: landbúnaðarafurðir og aðrar matvörur, hannyrðir, listaverk og handverk af öllu mögulegu tagi.
Nuno Araújo, sölustjóri About fish Portugal, og José Gandra, sölumaður fyrirtækisins, ákváðu að kynna afurðir VSV á bæjarhátíðinni og fundu leið til að gera þær gjaldgengar á kynningu framleiðslu heimamanna. �?eir notuðu til þess sérstakt héraðsbrauð, Pâo de UI, í sneiðum eða bjuggu til brauðkollur til að hafa með saltfiski og hrognum frá Eyjum.
Ekki nóg með það. Til liðs við þá About fish-félaga gekk líka viðskiptavinur þeirra á svæðinu sem kaupir sjávarafurðir frá VSV og gaf gestum að smakka grillaðan, niðursoðinn þorsk með heimabakaða brauðinu.
�??Við nefndum sýningarbásinn okkar Bacalhau de UI og þó ég segi sjálfur frá slógum við í gegn!�?? segir Nuno Araújo glaðbeittur og stoltur.
�??Við sýndum þarna og sönnuðum að þorskinn og hrognin má nota á marga vegu í matargerð. Móttökurnar voru fínar. Allir voru glaðir og ánægðir, ekki síst forsætisráðherrann.�??
Antónío Costa var reyndar ekki þarna á ferð sem forsætisráðherra heldur flokksformaður til að styðja við bakið á frambjóðanda sínum til bæjarstjórnar í Oliveira de Azeméis í kosningunum 1. október.
Costa er annars í hópi mest áberandi og reynsluríkustu stjórnmálamanna Portúgala. Hann er lögfræðingur að mennt og var ráðherra ýmissa málaflokka í ríkisstjórnum á árunum 1997 til 2005. �?á gerðist hann borgarstjóri í Lissabon og gegndi því embætti í 10 ár eða þar til hann myndaði núverandi ríkisstjórn Portúgals í nóvember 2015.
Af vsv.is