Félagsblað skáta 50 ára
Skátafélagið Faxi fagnar þann 5.október 2017 þeim tímamótum að 50 ár eru síðan félagið hóf að gefa út sérstakt félagsblað undir heitinu Skátablaðið Faxi. Í öll þau ár hefur Marinó Sigursteinsson verið ábyrgðarmaður blaðsins, auk þess að vera ritstjóri þess hin fyrstu árin. Skátablaðið Faxi er mikilvæg samtímaheimild um skátastarfið hjá Skátafélaginu Faxa. Skátafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli á næsta ári, þann 22. febrúar og markar afmælisfagnaðurinn upphafið á afmælisárinu.
Í tilefni afmælis blaðsins er Eyjamönnum boðið upp á dagskrá í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem yngri sem eldri skátar og fjölskyldur þeirra rifja upp sögur úr skátastarfinu í gegnum tíðina. Ungir skátar verða vígðir inn í skátahreyfinguna og Kristinn R. �?lafsson mun rifja upp sögur úr skátastarfinu og segja frá. �?á verða birtar myndir úr skátastarfinu í gegnum tíðina sem ekki hafa sést opinberlega áður. Einnig verður kynnt söfnunarátak mynda úr skátastarfi Vestmannaeyja í 80 ár í samstarfi við Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.
Allir, jafnt skátar sem aðrir, ungir sem aldnir, eru hjartanlega velkomnir í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 5.október kl:17:15-18:15 til að fagna vígslu nýrra skáta, virku skátastarfi og lifandi sögu skátastarfsins í Eyjum með Skátablaðinu Faxa í hálfa öld.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.