Skátafélagið Faxi fagnar þann 5.október 2017 þeim tímamótum að 50 ár eru síðan félagið hóf að gefa út sérstakt félagsblað undir heitinu Skátablaðið Faxi. Í öll þau ár hefur Marinó Sigursteinsson verið ábyrgðarmaður blaðsins, auk þess að vera ritstjóri þess hin fyrstu árin. Skátablaðið Faxi er mikilvæg samtímaheimild um skátastarfið hjá Skátafélaginu Faxa. Skátafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli á næsta ári, þann 22. febrúar og markar afmælisfagnaðurinn upphafið á afmælisárinu.
Í tilefni afmælis blaðsins er Eyjamönnum boðið upp á dagskrá í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem yngri sem eldri skátar og fjölskyldur þeirra rifja upp sögur úr skátastarfinu í gegnum tíðina. Ungir skátar verða vígðir inn í skátahreyfinguna og Kristinn R. �?lafsson mun rifja upp sögur úr skátastarfinu og segja frá. �?á verða birtar myndir úr skátastarfinu í gegnum tíðina sem ekki hafa sést opinberlega áður. Einnig verður kynnt söfnunarátak mynda úr skátastarfi Vestmannaeyja í 80 ár í samstarfi við Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.
Allir, jafnt skátar sem aðrir, ungir sem aldnir, eru hjartanlega velkomnir í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 5.október kl:17:15-18:15 til að fagna vígslu nýrra skáta, virku skátastarfi og lifandi sögu skátastarfsins í Eyjum með Skátablaðinu Faxa í hálfa öld.