Erlingur Richardsson, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja, hefur samþykkt þriggja ára samningstilboð hollenska handboltasambandsins um að taka við karlalandsliðinu. Erlingur, sem áður þjálfaði Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni, mun áfram starfa sem skólastjóri samhliða handboltanum en ákvörðunin um að taka við hollenska liðinu var tekin í samráði við Vestmannaeyjabæ.