Eyjamenn dottnir úr leik í Evrópudeildinni

Eyjamenn eru dottnir úr leik í Evrópudeild UEFA eftir 2-0 tap gegn Sarpsborg 08 í seinni leik liðanna út í Sarpsborg. Fyrri leikurinn fór 0-4 og sigraði því Sarpssborg samtals 0-6 í einvíginu.

ÍBV gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Yvan Erichot komu út fyrir Sigurð Arnar Magnússon og Alfreð Hjaltalín. Heimamenn gerði hins vegar fimm breytingar enda með góða forystu eftir fyrri leikinn.

Sarpsborg komst yfir strax á 13. mínútu með marki frá Mikkel Fauerholdt Agger. Heimamenn höfðu öll höld og tögl á leiknum en ÍBV hélt þeim þó í skefjum fram á 82. mínútu þegar Mikkel Agger skoraði sitt annað mark í leiknum.

Sanngjarn 2-0 sigur Sarpsborg 08 því staðreynd og ÍBV dottið út. Sarpsborg mun mæta St. Gallen frá Sviss í 2. umferð keppninnar.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.