Kviknaði á ferðabakteríunni í gosinu
Eyjakonan Guðbjörg �?sk Friðriksdóttir hefur undanfarin þrjú ár verið búsett á Balí þar sem hún m.a. starfar sem ráðgjafi í gegnum netið og tekur á móti ferðahópum sem hafa áhuga á að upplifa staðinn á einstakan hátt. �?sk, eins og hún er jafnan kölluð, er fædd árið 1964 og er dóttir Friðriks �?lafs Guðjónssonar á Landamótum og Sigrúnar Birgit Sigurðardóttur. Blaðamaður setti sig í samband við �?sk á dögunum og ræddi við hana um lífið á Balí en þess má geta að hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á Balí vegna hættu á eldgosi í fjallinu Agung. Hefur allt svæði í 12 kílómetra radíus í kringum fjallið verið rýmt og um 75.000 manns gert að yfirgefa svæðið og dvelja í neyðarskýlum. Agung gaus síðast árið 1963 en þá létust 1.100 manns.
�??�?g er fædd á Gamla spítalanum og alinn upp á Heimagötu 25 rétt hjá Pétó þar sem við krakkarnir fengum að leika okkur frjáls alla daga,�?? segir �?sk þegar hún rifjar upp æsku sína í Vestmannaeyjum. �??Lífið í Eyjum var yndislegast í heiminum og mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað meira en Vestmannaeyjar. Eftir gos bjó ég svo í Hrauntúni 47 þar sem �?li og Halla búa núna, og flutti svo suður með foreldrum mínum þegar ég byrjaði í framhaldsskóla en þá var hann ekki komin til Eyja.�??
Aðspurð segist �?sk snemma hafa fengið áhuga á því að ferðast og að Balí hafi ávallt verið henni hugleikin. �??Kannski kviknaði á ferðabakteríunni í gosinu en mér fannst svo gaman að þvælast um Reykjavík með strætó og sjá þessa risastóru borg með mínum barnsaugum. Fyrir um 25 árum sá ég ljósmynd hjá �?llu Siggu frænku sem var tekin á Balí, hún heillaði mig svakalega og ég ákvað þá að ég yrði að fara á þennan stað. �?g fluttist síðan til Balí fyrst árið 2008 og varð þá staðráðin í að koma aftur og vera lengur eftir að sú dvöl styttist skyndilega. �?að endaði nú með að verða heil sex ár þar til ég kom aftur snemma ársins 2014 og svo skemmtilega vill nú til að Alla Sigga dóttir Jóns Mílu sem hafði sýnt mér myndina tveimur áratugum áður flutti hingað með mér og við brölluðum mörg ævintýri saman,�?? segir �?sk.
Kom aftur árið 2014 og er ekki enn farin heim
�?ó svo draumurinn hafi verið að heimsækja Balí þá sá �?sk aldrei fyrir sér að flytja alfarið eins og raun bar vitni. �??�?að var aldrei ætlunin að flytja hingað, minn draumur var að geta komið hingað tvisvar á ári með hópa í einstök rítrít. �?g kom til Ubud með fyrsta hópinn í mars 2014 og er ekki enn farin heim, það er bara búið að vera svo gaman. En þegar ég er spurð hvort ég sé sest að þá segi ég oft að ef ég færi heim aftur þá myndu Vestmannaeyjar líklega verða fyrir valinu,�?? segir �?sk og bætir við að eitthvað alveg sérstakt einkenni indónesísku eyjuna.
�??�?að er eitthvað við Balí sem snertir mann á ólýsanlega fallegan hátt, fólkið hérna er svo einstakt og andrúmsloftið svo heilagt og tært, sérstaklega hér í Ubud en það er bær inní miðri eyju og ég bý á þessum heilaga stað.�??
Eins og fyrr segir starfar �?sk í gegnum netið en það gerir henni kleift að búa hvar sem er. �??�?g starfa sem þerapisti / ráðgjafi á netinu og nota Skype til að hitta mína skjólstæðinga sem eru staðsettir útum allan heim en flestir á Íslandi. �?að er því tækninni að þakka að ég get verið hvar sem er og er því mikið á flakki.�??
Balíbúar einlægt fólk sem lifir í núinu
Hvernig myndir þú lýsa samfélaginu á Balí? �??Á morgnana er nánast hver einasta manneskja klædd í Sarong (klæði sem vafið er um mittið þannig að það hylur læri og hné) og tilheyrandi og gengur um hýbýli og garðinn með fórnir og fer með bænir á fjölmörgum stöðum auk þess að fara í hofið sem er alltaf í norðaustur horninu á landareigninni. Dagurinn getur ekki byrjað fyrr en einhver í fjölskyldunni er búinn að óska eftir blessun og vernd fyrir daginn. �?g trúi að þetta hafi áhrif á orkuna hér enda finn ég gríðarlegan mun á andrúmsloftinu hér í Ubud og til dæmis niðri á strandstöðunum þar sem fólk er aðeins farið að týna hefðinni,�?? segir �?sk og heldur áfram.
�??�?ú sérð yfirleitt ekki Balíbúa flýta sér og þeir eru ekki að kippa sér upp við pirring eða leiðindi í túristunum. Með bros á vör gera þau allt sem þau geta til að gera dvölina þína sem ánægjulegasta og það virðist vera algjörlega einlæg hugsun hjá þeim en ekki tilbúin þjónustulund. �?au kunna ekki að geyma eða hugsa til framtíðar, lífið er bara núna á þessu augnabliki og best að njóta þess enda er alltaf nóg til af mat, hrísgrjón, ávextir og grænmeti vex eins og gorkúlur, hraðar ef eitthvað. Lífsvenjur þeirra eru því gjörólíkar okkar, þau eru hægari, glaðari meira gefandi og lifa í algjöru trausti. Balíbúar eru að færast úr því að vera hrísgrjónabændur yfir í að starfa meira og minna við ferðamannabransann. Með tilkomu ferðamanna breytist lífið hér á eyjunni. Fyrir nokkrum árum gengu allir berfættir og konur gjarnan berar að ofan. �?au notuðu eingöngu hluti sem voru unnir úr náttúrunni, matardiskar á venjulegum heimilum voru úr Bananablöðum og mikið af mat eldaður í blöðum eða kókóshnetu. Börnin léku sér berrössuð útum allt, eltu fiðrildi og hundana en núna sitja þau með ipad á tröppunum heima.�??
Hættustig hækkað sama dag og hópur Eyjakvenna mætti á svæðið
Fyrir nokkrum vikum bárust fréttir af því að allt benti til þess að fjallið Agung á Balí væri að fara að gjósa, en það gaus einmitt síðast árið 1963 með alvarlegum afleiðingum. Hvernig er staðan á fjallinu núna og er fólk í grennd við fjallið í einhverri hættu? �??Fjallið Agung er eitt af táknum náttúrufegurðarinnar hér á Balí. �?að gaus sprengigosi sem innihélt eitrað gas og stóð það yfir í heilt ár frá byrjun árs 1963 og olli manntjóni. Í dag er viðbúnaður meiri og hefur fólk verið flutt af heimilum sínum í tjaldbúðir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. �?að eru búnar að vera hræringar í Agung í meira en mánuð núna og það vill svo til að daginn sem fríður hópur af Eyjapæjum lenti hér um miðjan september, hækkuðu almannavarnir hættustig og viðbúnað. �?að bólar hins vegar ekkert á gosinu og hér í Ubud verðum við eingöngu vör við að það er mikið verið að biðja um aðstoð í tjaldbúðirnar enda líður hver vikan á fætur annarri og fólki ekki óhætt að fara heim til sín. Norðaustur hluti eyjarinnar er eins og eyðibýli en áður iðaði allt af köfurum og fólki sem kemur hingað til að snorkla og klífa þetta tignarlega fjall. Nú er ekki sála á ferð,�?? segir �?sk að lokum.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.