Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum opnar kosningaskrifstofu sína með vöfflukaffi í Ásgarði, að Heimagötu 35 í Vestmannaeyjum, á milli kl. 15:00 – 17:00, sunnudaginn 22. október.
Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson mun ávarpa gesti ásamt oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Páli Magnússyni og forseta Alþingis Unni Brá Konráðsdóttur.