Eins og Eyjafréttir hafa fjallað um hafa Samgönguráðuneytið og Vestmannaeyjabær skrifað undir viljayfirlýsingu um að Vestmannaeyjabær taki að sér rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju þegar hún hefur þjónustu um mitt ár 2018.
Í viljayfirlýsingunni er að finna fyrirheit um talsvert af stórum skrefum í þeim málum sem mestu skipta fyrir notendur ferjunnar eins og lesa má um
hér . Nú hefur verið tekið saman myndband sem miðlar sambærilegum upplýsingum og birt er hér að neðan.