Jónas �?ór Næs ekki áfram hjá ÍBV
Færeyski landsliðsbakvörðurinn Jónas �?ór Næs verður ekki áfram í herbúðum ÍBV næsta sumar. Jónas var fastamaður hjá ÍBV í sumar og hjálpaði liðinu að verða bikarmeistari.
�??�?g er búinn að vera mjög ánægður hjá ÍBV. �?að var sérstakt og mjög gaman að vinna bikarinn. Mér líkar vel á Íslandi og það var líka storkoslegt að vera í Vestmannaeyjum, reyndar er ég hálfur íslendingur,” sagði Jónas við Fótbolta.net.
Jónas lék með Val 2011 til 2013 og sneri aftur í Pepsi-deildina í sumar. Hinn þrítugi Jónas er nú að flytja aftur til Færeyja vegna vinnu sinnar.
�??�?g er einnig þakklátur fyrir að Kristján (Guðmundsson, þjálfari ÍBV) vildi fá mig aftur til landsins. Ástæðan fyrir því að ég hætti hjá ÍBV eru praktískar kringumstæður sérstaklega varðandi vinnu, en ég hef einungis gott að segja um ÍBV og Vestmannaeyjar,” sagði Jónas.
Ljóst er að talsverðar breytingar verða á liði ÍBV í vetur. Erlendu leikmennirnir Alvaro Montejo Calleja, David Atkinson, Mikkel Maigaard Jakobsen og Renato Punyed eru einnig á förum sem og miðvörðurinn öflugi Hafsteinn Briem. �?á hefur framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson fengið leyfi til að ræða við önnur félög.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.