Yfir 200 manns komu saman í Höllinni þann 21. október sl. þegar árshátíð Vinnslustöðvar Vestmannaeyja var haldin með pompi og prakt. Að vanda sá Einsi Kaldi um veitingarnar sem voru ekki af verri endanum, veislustjórar kvöldsins voru þeir Steindi Jr. og Auðunn Blöndal og fóru þeir með glens og spaug eins og þeim einum er lagið. Á miðnætti var röðin komin að balli með Stuðlabandinu sem skemmtu gestum fram eftir nóttu en ókeypis var inn í boði Vinnslustöðvarinnar.
Myndir: Addi í London.