Atkvæðagreiðsla um rekstur á nýrri Herjólfsferju ótímabær að mati bæjarstjórnar
Á fundi bæjarráðs í gær var m.a. tekið fyrir erindi frá Elís Jónssyni frá 30. október sl. þar sem hann óskar eftir afstöðu bæjarstjórnar til þess að Vestmannaeyjabær hafi frumkvæði að íbúakosningu um rekstur á nýrri Herjólfsferju. Í svari bæjarráðs kemur fram að allt tal um atkvæðagreiðslu sé ótímabært í ljósi þess að einungis drög að samningum liggja fyrir eins og er.
Bókun bæjarráðs er svo hljóðandi:
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir margt af því sem þar kemur fram. Bent er á að bæjarstjórn hefur á öllum tímum nálgast samgöngumál af einhug og látið sér annt um að sátt sé um þau. Til marks um það þá hafa langflestir liðir sem þeim tengjast verið samþykktir samhljóða amk. frá árinu 2006 óháð fólki og flokkum. Tilgangur með störfum í bæjarstjórn er enda að sameina fólk um mikilvæg mál frekar en að sundra.
Til að fyrirbyggja misskilning vill bæjarráð benda bréfritara á að samkvæmt viljayfirlýsingu sem kynnt hefur verið er eingöngu unnið út frá því að Vestmannaeyjabær reki Herjólf í 2,5 ár og að skýrt sé að framlög ríkisins standi undir kostnaði við reksturinn. Áhættan er því afar takmörkuð ef samningur verður yfirhöfuð gerður.
�?á bendir bæjarráð á að enn er allt tal um atkvæðagreiðslu um samning ótímabær enda liggur ekki fyrir svo mikið sem drög að slíkum samningi. Enn hefur ekki svo mikið sem verið haldinn fundur um málið með Vegagerð og/eða Samgönguráðuneyti eftir að viljayfirlýsing var undirrituð. �?að liggur því í hlutarins eðli að ekki er hægt að boða til kosninga um mál sem enn er algerlega óvíst að komi nokkuri sinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Í erindi bréfritara er óskað eftir afstöðu til þess að Vestmannaeyjabær hafi frumkvæði að því að fram fari íbúakosning um málið og vill bæjarrráð taka skýrt fram að ráðið er ætíð opið fyrir samstarfi, samvinnu og upplýstri umræðu um allt sem tengist hagsmunum Vestmannaeyjabæjar. Með það í huga samþykkir bæjarráð að haldinn verði almennur og opinn fundur um stöðu málsins þar sem stýrihópnum sem farið hefur fyrir málinu ásamt þeim fagmönnum sem til verksins hafa valist, kynna stöðu þess, framvindu og væntingar. �?ar verði sérstök áhersla lögð á að hlutlausir aðilar upplýsi um mögulega áhættu og ávinning ef til þess kemur að Vestmannaeyjabær taki að sér rekstur Herjólfs.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.