Rekstur Vestmannaeyjabæjar traustur
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 hefur verið samþykkt í bæjarstjórn og var hún samþykkt með með sjö samhljóða atkvæðum. �?ar kemur fram að rekstur Vestmannaeyjabæjar er traustur og þrátt fyrir mikla þjónustuaukningu seinustu ár er gert ráð fyrir rekstrarafgangi. Elliði Vignisson bæjarstjóri birti stutt myndband þess efnis á dögunum þar sem hægt er að sjá svart á hvítu hvernig málin standa.
Rekstrartekjur hafa hækkað jafnt og þétt vegna hækkandi tekna í samfélaginu og er helsti tekjustofn Vestmannaeyjabæjar útsvarið. Fræðslu og uppeldismál eru langstærsti rekstrarþáttur bæjarins enda einn af þeim mikilvægu. Seinustu ár hafa vaxtaberandi skuldir verið nánast alveg greiddar upp auk þess sem alltaf er leitað leiða til að hagræða í rekstri og nýta rekstrarbata til að bæta þjónustu við bæjarbúa.
Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2018:
Tekjur alls: 3.964.234.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: 4.048.111.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 78.780.000
Veltufé frá rekstri: 525.160.000
Afborganir langtímalána: 26.488.000
Handbært fé í árslok: 900.278.000
Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2018:
Rekstarniðurstaða Hafnarsjóðs, 27.857.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, 1.864.000
Rekstrarniðurstaða félagslegra íbúða: -13.634.000
Hraunbúðir, hjúkrunarheimili: -7.861.000
Veltufé frá rekstri: 127.362.000
Afborganir langtímalána: 29.619.000
Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2018:
Tekjur alls: 4.995.901.000
Gjöld alls: 5.054.223.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð: 87.006.000
Veltufé frá rekstri: 652.522.000
Afborganir langtímalána: 56.107.000
Handbært fé í árslok: 900.278.000

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.