Samgöngumálin hafa fengið mestu umræðuna í kosningabaráttunni til þessa. Framboðin þrjú hafa öll fjallað um þessi mál en þó með misjöfnum áherslum.
�?egar ég skoða afstöðu framboðanna til samgangna dettur mér fyrst í hug handbolta- eða fótboltaleikur. Setjum okkur í þá stöðu að í mikilvægum leik sé hálfleikur og liðinu okkar hefur gengið þokkalega í fyrri hálfleik. �?ó er staðan þannig að til þess að sigra þarf liðið á öllu sínu að halda til að sigra. Hvað gerir liðið þá?
Setjum nú framboðin þrjú í stöðu liðsins.
· Sjálfstæðisflokkurinn ( D listinn) er að springa af ánægju með gang mála í fyrri hálfleik, ber sér á brjóst og vill láta þar við sitja. Seinni hálfleikurinn reddast.
· Fyrir Heimaey (H listinn) gerir sér grein fyri því að fyrri hálfleik er lokið en hann vill samt halda áfram að spila fyrri hálfleikinn þótt fara eigi að flauta til leiks í seinni hálfleik.
· Eyjalistinn ( E listinn) er tiltölulega sáttur við stöðuna eftir fyrri hálfleik. Nú er honum lokið og nú þarf að einbeita sér að seinni hálfleik og nýta allt það sem í liðinu býr til að sigra leikinn.
Í þessari líkingu er það að fá nýtt skip viðfangsefni fyrri hálfleiks og það að klára Landeyjahöfn viðfangsefni seinni hálfleiks. Meginhagsmunir Vestmannaeyja felast í því að klára hvort tveggja viðfangsefnanna og ekki síst að taka seinni hálfleikinn með stæl!
P.S. Eyjalistinn hefur einnig skýra og framsækna stefnu í flugsamgöngumálum.
Ragnar �?skarsson