Vel tókst til í Vestmannaeyjahlaupinu á laugardaginn

Vestmannaeyjahlaupið fór fram á laugardaginn í ágætis veðri. Fyrst­ur í mark í 10 km hlaupinu var Vil­hjálm­ur Þór Svans­son á tímanum 37:44. Arn­ald­ur Kára­son, sem er níu mánaða gam­all, hafnaði í öðru sæti í 10 km í Vest­manna­eyja­hlaup­inu, reyndar var Arn­ald­ur í kerru sem pabbi hans, Kári Steinn Karls­son, ýtti á und­an sér en Kári Steinn hafnaði í þriðja sæti.

Alls tóku 100 manns þátt í hlaup­inu en hefðu verið 300 tals­ins ef Herjólf­ur hefði siglt í Land­eyja­höfn. Eyjamenn voru stór partur af hlaupinu og þó nokkrir í verðlaunasæti.

1-3 sæti í öllum hlaupunum er sem hér segir:

Hálfmaraþon

Karlar

  1. Nicholas Chase á tímanum 01:27:44.

2. Dolfi Egede Lund á tímanum 01:43:40

3. Ásgeir Guðmundsson á tímanum 01:43:51.

Konur

  1. Elín Edda Sigurðardóttir á tímanum 01:30:40.

2. Johanna Medyk á tímanum 01:48:53.

3. Thelma Gunnarsdóttir og Gyða Arnórsdóttir voru jafnar í 3-4 sæti á tímanum 01:54:42.

10 km hlaup

Karlar

  1. Vilhjálmur Þór Svansson

2. Kári Steinn Karlsson

3. Sindri Viðarsson á tímanum

Konur

  1. Guðbjörg Guðmannsdóttir á tímanum 00:50:14.

2. Steinunn Þorsteinsdóttir á tímanum 00:54:58

3. Hannah Cross á tímanum 00:55:32.

5 km

Karlar

  1.  Arnar Richardsson á tímanum 00:24:25.
  2. Stefán Björn Hauksson á tímanum 00:25:15
  3. Oleksy Stanislay á tímanum 00:25:17.

Konur

  1. Ragna Sara Magnúsdóttir á tímanum 00:26:32.
  2. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir á tímanum 00:27:55
  3. Gerður Garðarsdóttir á tímanum 00:28:30.

Hægt er að sjá öll úrslitin hérna.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.