ÍBV úr leik eftir stórt tap í Frakklandi

Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppni EHF eftir 36-25 tap gegn PAUC AIX út í Frakklandi í síðari leik liðanna.

Eftir eins marks sigur hér heima héldu menn fullir sjálfstrausts í síðari leik liðanna úti í Frakklandi. Á sterkan heimavöll PAUC Aix í glæsilegri höll sem tekur 6000 manns í sæti.

Eyjamenn héldu í við Frakkana fyrstu 15 mínúturnar og var jafnt á öllum tölum fram að því. Frakkarnir gáfu þá í og þutu framúr og Eyjavörnin hætti að virka. Í hálfleik var staðan 20-15 heimamönnum í vil.

Heimamenn tóku hins vegar öll völd á vellinum í síðari hálfleik. Markvörður PAUC Aix, Anders Lynge, hrökk í gang og varði ein 11 skot í síðari hálfleik samtals 14 í leiknum. Á móti var vörn Eyjamanna langt frá sínu besta og markvarsla engin. Heimamenn sigldu sigrinum því örugglega í höfn, lausir við alla sjóveiki. Lokatölur 36-25 og tíu marka sigur PAUC Aix í viðureigninni því staðreyndin.

Markahæstir í liði Eyjamanna voru Theódór Sigurbjörnsson með 9 mörk og Kristján Örn Kristjánsson með 6. Aðrir markaskorarar voru Sigurbergur Sveinsson (3), Dagur Arnarsson (3), Kári Kristján Kristjánsson (1), Friðrik Hólm Jónsson (1), Elliði Snær Viðarsson (1) og Fannar Þór Friðriksson (1). Björn Viðar Björnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson vörðu sitthvor fjögur skotin í marki ÍBV.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.