Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppni EHF eftir 36-25 tap gegn PAUC AIX út í Frakklandi í síðari leik liðanna.
Eftir eins marks sigur hér heima héldu menn fullir sjálfstrausts í síðari leik liðanna úti í Frakklandi. Á sterkan heimavöll PAUC Aix í glæsilegri höll sem tekur 6000 manns í sæti.
Eyjamenn héldu í við Frakkana fyrstu 15 mínúturnar og var jafnt á öllum tölum fram að því. Frakkarnir gáfu þá í og þutu framúr og Eyjavörnin hætti að virka. Í hálfleik var staðan 20-15 heimamönnum í vil.
Heimamenn tóku hins vegar öll völd á vellinum í síðari hálfleik. Markvörður PAUC Aix, Anders Lynge, hrökk í gang og varði ein 11 skot í síðari hálfleik samtals 14 í leiknum. Á móti var vörn Eyjamanna langt frá sínu besta og markvarsla engin. Heimamenn sigldu sigrinum því örugglega í höfn, lausir við alla sjóveiki. Lokatölur 36-25 og tíu marka sigur PAUC Aix í viðureigninni því staðreyndin.
Markahæstir í liði Eyjamanna voru Theódór Sigurbjörnsson með 9 mörk og Kristján Örn Kristjánsson með 6. Aðrir markaskorarar voru Sigurbergur Sveinsson (3), Dagur Arnarsson (3), Kári Kristján Kristjánsson (1), Friðrik Hólm Jónsson (1), Elliði Snær Viðarsson (1) og Fannar Þór Friðriksson (1). Björn Viðar Björnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson vörðu sitthvor fjögur skotin í marki ÍBV.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.