Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við hjúkrunarfræðinga frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og Apótekarans bjóða ókeypis blóðsykursmælingu í húsnæði Apótekarans í dag, fimmtudaginn 15. nóvember, milli klukkan 15 og 17.
Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim þessum vágesti.
Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Þessi sjúkdómur leggur fólk að velli hljóðlega og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt.
Greiningin er einföld og smá blóðdropi getur bent til að ástæða sé til að leita læknis.
Markmið Lionshreyfingarinnar er að leggja sitt lóð á vogaskárnar til að hemja þennan vágest.
Við hvetjum sem flesta til að mæta í Apótekarann milli kl. 15.00 og 17.00 í dag, fimmtudag.
Lionsklúbbur Vestmannaeyja




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.