Ólgan í pólitíkinni
19. nóvember, 2018
Njáll Ragnarsson
Njáll Ragnarsson

Það er ólga í bæjarpólitíkinni í Vestmannaeyjum þessa dagana. Það ætti engum að dyljast það sem á annað borð fylgist með umræðunni. Í henni eru stóru orðin sjaldnast spöruð og því er ekki nema von um að fólk spyrji mig hvort allt sé hreinlega að verða vitlaust.

Meiri- og minnihlutinn hafa vissulega tekist á, meira að segja nokkuð harkalega í hinum ýmsu málum, stórum og smáum. Og manni finnst stundum eins og smáum málum sé breytt í stórmál og að það sé fyrst og fremst gert til þess að vísvitandi skapa ókyrrð og öldurót í bæjarpólitíkinni. En í hverju gæti þessi ólga falist?

* Ólgan getur falist í því að draga ítrekað í efa heiðarleika Helgu Jóhönnu Harðardóttir formanns fjölskylduráðs, eina heiðarlegustu og samviskusömustu manneskju sem ég hef hitt, í stað þess að umræðan snúist fyrst og fremst um það hvort breyta eigi aldursviðmiðum við úthlutun frístundastyrks til ungmenna.

* Ólgan getur falist í því að vera tilbúin til þess að saka meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð og svik við kjósendur fyrir það eitt að vilja fara að lögum sem sjálfstæðismenn hafa brotið ár eftir ár, allar götur frá árinu 2012.

* Ólgan getur falist í því að mæta á fund fræðsluráðs án þess að svo mikið sem kynna sér þau gögn sem lágu fyrir fundinum og vera tilbúin til þess, með sömu gömlu rökunum um einræðisleg vinnubrögð, að berjast gegn afnámi ósanngjarnrar vísitölutengingar leikskólagjalda sem orsakaði það að fjölskyldufólk í Vestmannaeyjum þurfti að borga hæstu leikskólagjöld á landinu.

* Ólgan getur falist í því að koma því þannig fyrir að ekki færri en þrjá bæjarstjórnarfundi þurfti til þess að klára eins ópólitískt mál og hugsast getur; skipun almannavarnarnefndar.

* Og það er hægt er að skapa ólgu með útúrsnúningum um að meirihlutanum ætli að fela kostnað við framkvæmdir, þrátt fyrir að vita það mæta vel að sérsamþykkt við fjárhagsáætlun þarf til að fara í kostnaðarsamar framkvæmdir á vegum bæjarins, og þær samþykktir eru ræddar bæði í bæjarráði og í bæjarstjórn áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Þegar stjórnmálaöfl boða svo til súpukennslustundar í ólgu og pólitískum óróleika er ekki nema eðlilegt að velta því fyrir sér hvort ástandið þurfi virkilega að vera með þeim hætti sem einkennt hefur kjörtímabilið hingað til. Fyrir mína parta er það alveg ljóst að fólk á að geta sameinast um að vinna að hag bæjarins og íbúa hans á sanngjarnan á heiðarlegan hátt. Úfin pólitísk alda og jafnvel brotsjór er ekki eðlilegt ástand.

Viljum við ekki róa í sameiningu um lygnari sjó?

Njáll Ragnarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.