
Um mánuður er nú til jóla og margir farnir að huga að hátíðunum. Jólin hafa á mörgum heimilum snúist upp í andhverfu sína og veldur fjölskyldum streitu og vanlíðan, um þetta hefur margoft verið fjallað. En nú er kjörið tækifæri að endurmeta hlutina og hvað er okkur kærast í lífinu. Reynum að einbeita okkur að náungakærleikanum, nærverunni og notalegheitunum þessi jólin, og leyfum því að dreifast út allt árið. Samverustundir eru besta gjöfin, allan ársins hring.
Nú líður að stærstu verslunardögum ársins þar sem margir rjúka af stað í hugsunarleysi á höttum eftir tilboðum en raunveruleikinn er sá að jólakötturinn kemur ekki á eftir þeim sem eignast ekki nýja flík. Allar vörur sem framleiddar eru hafa áhrif, því er mikilvægt að vera upplýstur um umhverfisáhrif og samfélagsaðstæður í upprunalandi varanna og hafa í huga hver fórnarkostnaður þeirra er. Upplifanir, heimatilbúnar jólagjafir og gjöf í góðgerðarmál eru sennilega bestu pakkarnir undir tréð og veita mestu hamingjuna. Hvort vilt þú njóta eða neyta með þínum nánustu um hátíðirnar? Skoraðu á sjálfan þig og vini að neyta minna og njóta meira, gjafir sem enginn þarf eru ekki góðar gjafir þó þær séu gefnar með góðu hugarfari og á það við um okkur öll, jólasveinana og leynivinina.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.