Ríkið tilgreini sem fyrst hvaða þjónustu skuli skerða á hjúkrunarheimilum

Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rammasamning fyrir þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnvalda og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa nú staðfest að sú ,,viðbót“ til hjúkrunarheimila, sem boðuð var í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlaga, er í raun engin viðbót þegar allt kemur til alls. Um er að ræða fjármuni til að mæta samningsbundinni skyldu ríkisins skv. rammasamningi SÍ þess efnis að greiðslur til hjúkrunarheimila taki mið af aukinni hjúkrunarþyngd heimilismanna skv. svonefndum RUG stuðlum. Um þetta atriði var samið við gerð rammasamnings hjúkrunarheimila árið 2016. Svo virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir þessari skuldbindingu ríkisins í fjárlagafrumvarpinu. Á það benti SFV í umsögn sinni við frumvarpið og var leiðrétting gerð í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar sem lagðar voru fram við aðra umræðu fjárlaga. Eftir stendur að ekki hefur verið komið til móts við þá skerðingu sem varð á rekstrarfé hjúkrunarheimila árið 2018.

Hjúkrunarheimilin sniðgengin
Að óbreyttu er ekki annað að sjá en að áframhaldandi niðurskurður sé fram undan árið 2019. Af hendi samninganefndar SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga verður ekki komist hjá því að lýsa miklum áhyggjum af því áhugaleysi stjórnvalda á því að bæta fjármögnun þjónustu hjúkrunarheimilanna og, að því er virðist, rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila almennt. Staðan sem blasir við gengur þvert á það sem fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem tilgreint er sérstaklega að styrkja eigi rekstrargrunn hjúkrurnarheimila. Staðreyndin virðist á hinn bóginn sú að ekki er áhugi á því að viðhalda núverandi þjónustustigi hjúkrunarheimilanna þrátt fyrir gott efnahagsástand og fjáraukningu í heilbrigðiskerfið almennt. Áhugaleysið virðist einnig birtast í því að ekki er minnst einu orði á hlutverk eða þjónustu hjúkrunarheimila í nýgerðum drögum að heilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Hjúkrunarrými eða hjúkrunarheimili, eru ekki nefnd einu orði í því tæplega 40 blaðsíðna skjali. Jafnframt hefur hagsmunaaðilum heimilanna ekki verið boðið til samráðs um mikilvæg málefni sem snerta rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila nema að mjög takmörkuðu leyti auk þess sem velferðarráðuneytið afþakkaði að taka þátt í nýlegu málþingi á vegum SFV þar sem mikilvæg málefni hjúkrunarheimila voru rædd. Það vakti athygli.’

Ljóst að draga þarf úr þjónustu
Í dag, fimmtudag, hefur samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga sent erindi til SÍ þar sem gerð er sú krafa að SÍ tilgreini hvaða atriðum í kröfulýsingu vegna þjónustu hjúkrunarheimila ríkið er tilbúið að falla frá eða draga úr til að mæta þeirri rýrnun sem orðið hefur á fjármögnun rammasamningsins á samningstímanum. Samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ítrekað gert athugasemdir við að ríkið kostnaðargreini ekki þær kröfur sem það gerir til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem það vill kaupa. Ríkinu ber að ákvarða þjónustustig og þær kröfur sem gerðar verða til hjúkrunarheimila og þarf því einnig að segja til um úr hvaða þjónustu skuli draga þegar fjárframlög eru skorin niður. Umræddur rammasamningur hjúkrunarheimila rennur út þann 31. desember nk. og hann verður ekki framlengdur nema fyrir liggi hvaða þætti þjónustunnar eigi að skerða til að koma til móts við þessa rýrnun. Það er mikilvægt að stjórnvöld upplýsi sem fyrst hvar eigi að draga saman í þjónustunni enda þarfnast allar aðgerðir undirbúnings áður en þeim er hrint í framkvæmd. Hvort heldur sem litið er til uppsagnarfrests starfsmanna eða breytinga á samningum um innkaup, þá þurfa rekstraraðilar tíma til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu sem leiðir að skerðingunni. Síðast kom skerðingarkrafa á einingarverð rammasamnings SÍ fram í maí 2018 og gilti afturvirkt frá 1. janúar 2018. Slík vinnubrögð eru ekki boðleg og valda því að skerða þarf þjónustu meira en ella.

Í dag er útlit fyrir að rammasamningur SÍ um þjónustu hjúkrunarheimila verði ekki framlengdur. Um 45 hjúkrunar- og dvalarheimili á Íslandi, sem velta um 27 milljörðum króna á ári, verða þá um áramótin samningslaus við ríkið um þjónustu sína. Samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þegar óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.