Enn bætist í hópinn

Jólahlaðborð Hallarinnar og Einsa kalda, Jólastjörnur Hallarinnar, verður jafnvel enn glæsilegra en undanfarin ár.  Fyrir utan hið frábæra jólahlaðborð Einars Björns og starfsfólks hans, verður boðið upp á glæsilega tónlistarveislu.

Við munum í gegnum kvöldið hlusta á jólatónlist, en einnig aðra tónlist, því við verðum með ljúflinginn og sjarmörinn Geir Ólafs í húsi, sem mun örugglega taka okkur til Las Vegas.  Þá kynnum við nú til sögunnar hana Kolfinnu Mist Austfjörð, eða Misty, sem ætlar að koma og flytja fyrir okkur frumsamið efni og jafnvel henda í jólalög með Bigga Nielsen og félögum.

Talandi um Bigga Nielsen og félaga, þá mun hljómsveitin hans telja eftirtalda meðlimi:  Birgir Nielsen á trommur, Kristinn (Diddi) Jónsson á bassa, Gísli Stefánsson á gítar, Þórir Ólafsson á hljómborð og Páll Viðar Kristinsson á hljómborð.  Valinn maður í hverju rúmi.

Söngvarar þetta kvöld í Höllinni eru líka þó nokkrir og sennilega hafa þeir ekki verið fleiri á Jólastjörnum Hallarinnar.  Þórhallur Barðason, Þórarinn Ólason, Jarl Sigurgeirsson, Sæþór Vídó, Geir Ólafsson, Sara Renee Griffin, Una Þorvaldsdóttir, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Kolfinna Mist Austfjörð og Guðlaug Ólafsdóttir.

Eftir mat og tónleika verður boðið upp á diskó með einum albesta DJ Íslands undanfarna áratugi, enda hefur Kristinn Kiddi Bigfoot Jónsson, spilað á flestum heitustu skemmtistöðum landsins síðan hann hóf að snúa skífum.  Hann lofar brjáluðu stuði fram á rauða nótt.

Það er því öllu tjaldað til, hlýjum og vel skreyttum sal, dýrindis mat, frábærum listamönnum á jólatónleikum með tvisti og dúndur dansleik.

Við þökkum frábærar móttökur, því það stefnir í fullfermi, en við eigum enn nokkra stóla lausa.  Þeim fer fækkandi, þannig að við biðjum áhugasama um að bregðast hratt við og hafa samband við Elínu í síma 693-3801 og panta síðustu borðin.

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.