ÍBV Stjörnunar spila á morgun

Nú eru meistaraflokkar karla og kvenna komin í jólafrí. Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, Handboltastjörnurnar hringja inn Jólin. Þetta er stærsti handboltaleikur sem fer fram ár hvert í Vestmannaeyjum og alltaf geggjuð stemming.

Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja
Leikmenn m.fl. kk í handbolta sjá um alla umgjörð en svo eru það Stjörnurnar sem sjá um að skemmta mannskapnum. Við lofum ljósasjói, reyk, sirkús mörkum og nokkur leynitrix sem ekki er hægt að gefa upp og í ár verður spilað í stóra salnum þar sem vinsældirnar á viðburðinum eru orðnar það miklar að litli salurinn ber ekki lengur þann áhorfendafjölda sem mætir á leikina, segir í frétt á facebook-síðu viðburðarins.

Miðaverð er 1.500 kr fyrir 16+ og 500 kr fyrir börn. Júlíana mun að sjálfsögðu standa vaktina í miðasölunni. Í ár mun allur ágóði renna óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja. Leikurinn er á föstudaginn kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni.

Áfram ÍBV stjörnurnar.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.