Myndlistarsýning og Eyjakvöld á fyrsta degi þrettándahátíðar

Dagskrá þrettándahátíðar hófst í gær með sýningu Árna Más í Sagnheimum. Í gærkvöldi var svo hið vinsæla Eyjakvöld á kaffi kró og var fullt út að dyrum.

Í dag klukkan 14 er svo hið árlega grímuball Eyverja. Jólasveinar mæta á svæðið og mikið fjör. Klukkan 19:00 hefst hin eina og sanna þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka. Gangan hefst við Hánna og verður gengið þaðan upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum. Jólasveinar, tröll, álfar að ógleymdum Grýlu og Leppalúða mæta á svæðið, brenna á malarvellinum og glæsileg flugeldasýning í boði Vestmannaeyjabæjar. Að miðnætti er dansleikur í Höllinni.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.