Jólin, einu sinni var
21. desember, 2023
Georg_an_bakgr
Georg Arnarson

Jólin eru tími barnanna ásamt fjölskyldum þeirra og hjá mér, eins og svo mörgum öðrum, þá rifjast ýmislegt upp um hvernig þetta var, þegar maður var barn sjálfur.

Í minningunni var alltaf mikill spenningur heima hjá mömmu þegar hún dró fram litla jóaltréð okkar, sem mig minnir að hafi verið innan við metur á hæð, en við systkinin fengum að hjálpa til við að setja bæði kúlur og allskonar fígúrur á tréð. Mamma setti svo ljósaseríu á tréð og svo englahár yfir og ég man, hvað okkur fannst þetta æðislega flott.

Ekki minnkaði fjörið þegar mamma bakaði fyrir jólin, en hún bakaði alltaf brúntertu með þykku kremi á milli, en það var mikil veisla þegar hún skar endana af.

Mamma passaði líka alltaf upp á það, að við fengum nýja flík fyrir jólin eins og hefð var og er að einhverju leyti enn. Ekki var nú úrvalið mikið hér í Eyjum, en oft keypti hún efni og saumaði á okkur systkinin, en jólin og jólafríið var nú oftast þannig að í minningunni var oftast allt á kafi í snjó á veturna hér í Eyjum, annað en í dag. Mesta fjörið var þá, eins og núna, á Stakkóinu og skemmtilegast var þegar maður náði sér í stóran bút úr byggingaplasti og kom það fyrir að jafnvel 20-30 krakkar hentu sér á plastið og renndu sér í einni kös niður Stakkóið.

Þegar maður var aðeins eldri, þá var nú oft aðal fjörið að teyka hér í Eyjum, eitthvað sem væri nú eiginlega ekki hægt í dag, enda flestir bílar í dag með plast stuðara að aftan, annað en í gamla daga, en sumir bílstjórarnir voru reyndar ansi erfiðir og ég man alltaf eftir einum olíubílstjóra á olíubíl, sem hafði þann sið að smyrja afturstuðarann á olíubílnum með feiti, sem kostaði manni nokkur vettlingapör á þeim tíma.

Við systkinin fengum alltaf töluvert af pökkum og var oft mikill spenningur að sjá hvað maður fengi, ekki hvað síst frá afa og ömmu í Keflavík, en það eru akkúrat 10 ár í haust síðan amma kvaddi og sérstakt að upplifa það fyrir þessi jól, að nú erum það við, ég og frúin, sem skrifum frá afa og ömmu og það á 10 pakka og mér skilst að það sé fjölgun á næsta ári í hópnum.

En jólin eru líka tími til að minnast þeirra sem eru farnir, en núna í janúar eru 10 ár síðan Inga systir kvaddi okkur, en pakkarnir frá henni voru alltaf hálfgert ævintýri út af fyrir sig, enda lagði hún mikið upp með að festa allskonar sælgæti og fígúrur utan á pakkana, sem og litlum leikföngum, handa börnunum okkar.

En já, minningin um þau sem eru farin lifir með okkur hinum.

Fyrir mína hönd og minnar fjölskyldu óska ég öllum Eyjamönnum og landsmönnum Gleðilegra jóla.

Georg Eiður Arnarson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst