Um síðustu helgi voru hinir árlegu Eyjatónleikar í Hörpu. Þetta var í áttunda skipti sem Eyjamenn og vinir þeirra komu saman í Eldborgarsal til að hlusta á Eyjaperlurnar.
Lög Oddgeirs við texta vina hans, Lofts, Árna og Ása hafa alltaf verið fyrirferðamikil og svoleiðis var það líka um liðna helgi, því ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga til áratuga, Svanhildur Jakobsdóttir, kom fram og söng lög Oddgeirs. Einnig stigu á svið Jóhanna Guðrún, Jónsi, Eyþór Ingi, Páll Rósinkrans, Kristján Gísla og Alma Rut og sungu þau við undirleik stórhljómsveitar undir stjórn Þóris Úlfarssonar, sem lék á hljómborð, en aðrir í hljómsveitinni voru Eiður Arnarsson á bassa, Birgir Nielsen Þórsson á trommur og slagverk, Kjartan Valdemarsson á hljómborð og harmonikku, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar, Ari Bragi Kárason á trompet, Sigurður Flosason á saxafón, flautur og slagverk og Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu ásamt því að radda og syngja. Það er því óhætt að segja að öllu var til tjaldað síðasta laugardag fyrir fullum sal í Hörpu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst