Sorpmálin hafa verið í deiglunni undanfarið, en bæjarbúar greiða hátt sorphirðugjald og flestir reyna flokka samviskusamlega í tunnurnar þrjár. Um jólin var sorphirðan ekki samkvæmt plani og mikil óánægja hefur verið meðal bæjarbúa vegna þessa. Ekki lagaðist sú óánægja þegar margir sáu starfsmenn frá Kubb ehf sem hirðir ruslið í Vestmannaeyjum blanda saman ruslinu sem flestir bæjarbúar hafa eytt tíma í að flokka. Blaðamaður hafði samband við Kubb ehf. og sagði Sigurður G. Óskarsson að það ætti alls ekki að taka saman tunnurnar, „við lentum í seinkunum eftir jólin vegna mikilla fría og veikinda, en sorphirðan á vera komið á áætlun.
Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.