Það snjóaði í Eyjum í dag líkt og spáð hafði verið. Nú er hins vegar hætt að snjóa og er blíðskaparveður. Má tala um lognið á undan storminum því annað kvöld er gert ráð fyrir stormi á sunnanverðu landinu.
Í veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland segir: Austan og norðaustan 8-13 og skýjað með köflum á morgun. Bætir í vind jafnt og þétt er líður á daginn, austan 18-23 og snjókoma syðst seint annað kvöld. Frost 3 til 10 stig, mildast syðst.
Myndasyrpu Óskars Péturs Friðrikssonar frá í dag má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst