Unnið að dýpkun Landeyjahafnar
Myndin sýnir dýpið þann 3. mars, en sjá má á appelsínugula litnum hvar þarf að dýpka í innsiglingunni.

Björgun ehf. vinnur nú að dýpkun Landeyjahafnar svo Herjólfur megi sigla. Dýpka þarf eina 20-25.000 m3 í hafnarmynninu í innsiglingunni. Ekki er þörf á að dýpka á rifinu. Það er dýpkunarskipið Dísa sem vinnur á vöktum við þessa dýpkun en það tekur nokkra daga að dýpka þetta magn.

Dýpkunarskipið Sóley sem getur dýpkað utan hafnar en ekki í hafnarmynninu er ekki að störfum þar sem hennar reynist ekki þörf, sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni hvernig dýpið er minnst á milli garðanna.

Veðurútlit fyrir dýpkun er ágætt næstu daga og útlit fyrir að hægt verði að dýpka og jafnvel klára það sem þarf að dýpka svo Herjólfur megi sigla í Landeyjahöfn á þessum næstu dögum. Veðuraðstæður munu svo einnig segja til um mögulegar siglingar í Landeyjahöfn.

 

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.