Samstarf Myndlistaskólans og Daníels spratt upp úr rannsóknum fyrir verkefnið ,,Fötlun fyrir tíma fötlunar“ sumarið 2018. Í fyrirlestrinum kynnir Daníel rannsóknir sínar og dregur m.a. fram í dagsljósið nokkra eftirlýsta Eyjamenn og -konur. Að loknum fyrirlestri opnar Daníel sýningu í Einarsstofu, sem samanstendur af 30 teikningum nemenda við Myndlistaskólann. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum í Alþingisbókum Íslands (1570-1800) sem þjónuðu þeim tilgangi að geta borið kennsl á strokufólk og óskilamenn á Íslandi.
Verið hjartanlega velkomin í Sagnheima í sögu og súpu á sunnudaginn kemur, hinn 28. apríl kl. 12:00-13:00. Kaffi og konfekt í boði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst