Ingó Veðurguð var með hörku gigg í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi. Uppselt var á tónleikana og lék Ingó öll sín bestu lög í bland við gamla góða slagara. Á milli laga sagði Ingó skemmtilegar sögur, sem féllu vel í kramið.
Að sjálfsögðu var svo endað á þjóðhátíðarlaginu “Takk fyrir mig” en það var tæpum þremur tímum eftir að tónleikarnir byrjuðu, en mikið stuð var í húsinu. Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst