Herjólfur ohf. hefur gefið út siglingaáætlun út páskadag, áfram verða sigldar fimm ferðir á dag milli lands og Eyja.
Í tilkynningunni segir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eftirfarandi áætlun út sunnudag.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 18:15, 20:45, 23:15.
Hvað varðar siglingar fyrir mánudag (1.apríl), verður gefin út tilkynning í síðasta lagi fyrir kl. 06:00 á mánudagsmorgun, segir í tilkynningu frá skipafélaginu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst