„Verið að hægja á okkur”
Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466
Vestmannaey VE og Bergur VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Eyjum á mánudag. Bæði skip voru með fullfermi og afli beggja að mestu þorskur og ýsa. Bergur mun halda á ný til veiða um hádegisbil í dag og Vestmannaey í kvöld.

Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á Bergi og spurði frétta.

„Við lönduðum á mánudag og síðan hafa bæði skip legið í höfn. Vertíðin er búin að vera góð en nú er verið að hægja á okkur. Það er talað um að nú verði einungis farnir tveir túrar í viku. Það er eðlilegt að hægt sé á. Hrygningarstopp er að hefjast á okkar hefðbundnu miðum og þá verður nauðsynlegt að fara austar. Í síðasta túr vorum við vestan við Eyjar í ágætis fiskiríi en í túrnum þar á undan var ýsa tekin á Víkinni og þorskur á Selvogsbankanum. Eftir að hrygningarstoppið tekur gildi verður helst farið austur á Síðugrunn. Ég held að menn geti verið mjög sáttir við veiðina að undanförnu og mér heyrist á mönnum að veiði hafi jafnvel verið að færast í aukana síðustu dagana,” segir Jón.

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.