Búið er að fresta aðalfundi ÍBV-íþróttafélags, sem upphaflega var auglýstur þann 1.maí nk. Ný dagsetning er fimmtudaginn 9. maí kl 18:00 í Týsheimilinu.
Fram kemur í auglýsingu á vef félagsins í dag að framboð til aðalstjórnar skulu hafa borist til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist fyrir miðnætti þann 1. maí á ellert@ibv.is.
Þá segir að ársreikningar félagsins liggi frammi á skrifstofu félagsins frá 26. apríl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst