Goslokahátíð 2019 - Dagskrá
1. júlí, 2019
Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Nú er komin út formleg og fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar sem hefst með sýningum og tónleikum á fimmtudaginn kemur.

Á föstudaginn fer svo m.a. fram 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjakaupstaðar og setning Goslokahátíðar á Skannsvæðinu. Klukkustund áður en afmælishátíðin fer fram mun Leikhópurinn Lotta sýna Litlu hafmeyjuna á Skanssvæðinu og Cirkus Flik Flak verður á svæðinu þannig að ungir sem aldnir fá eitthvað við sitt hæfi.
Um kvöldið býður Vestmannaeyjabær til stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni og síðar um kvöldið verður Pop Quiz fyrir 13-17 ára í Tónlistarskólanum.


Á laugardaginn verður m.a. dorgveiðikeppni á Nausthamarsbryggju, sundlaugadiskó, grill- og götustemning við Bárugötu í boði Landsbankans og brekkusöngur með Ingó Veðurguði. Um kvöldið verður gamla Goslokastemningin í Skvísusundi endurvakin í krónum með hljómsveitum og trúbador milli kl. 23 og 01:00. Síðar heldur fjörið áfram á Skipasandi fram til 03:30. 


Á sunnudaginn verður m.a. göngumessa og sýning Cirkus Flik Flak í Íþróttamiðstöðinni og Mugison tónleikar um kvöldið. Auk þess verður í boði fjöldi listasýninga og tónleika yfir helgina.

Eyjamenn og aðrir gestir eru hvattir til að mæta á sem flesta viðburði.

Dagskrá Goslokahátíðar verður dreift í öll hús á morgun þriðjudag og á miðvikudag.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst