Útkall í uppgræðslu í Eldfelli

Sjálfboðsliðar dreifa áburði og fræi í hlíðum Eldfells fimmtudaginn 11. júlí kl. 17:30 með Guðmundu Bjarnadóttur í broddi fylkingar.

Landgræðslan í Eldfelli á rætur að rekja til ákvörðunar Vinnslustöðvarinnar um að veita 10 milljónir króna til verksins í tilefni sjötugsafmælis síns 2016 í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Uppgræðsluverkefnið hefur verið í tvö ár og verður því haldið áfram í ár. Guðmunda Bjarnadóttir situr í stjórn Vinnslustöðvarinnar og er verkefnisstjóri þessa verkefnis af hálfu VSV. Verkefni þetta hefur skilað miklum, sýnilegum og gleðilegum árangri.

Allir velkomnir, stórir og smáir, með græna fingur og uppgræðslugleði í hjarta. Guðmunda hvetur væntanlega liðsmenn í græna hernum sínum til að hafa með sér hlífðarhanska.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.