ÍBV sýndi hvað í þeim býr í sannfærandi sigri liðsins á Þrótti Reykjavík á Hásteinsvelli í kvöld.
Eyjamenn komust yfir strax á annari mínútu leiksins þegar Sverrir Páll Hjaltested setti boltann í netið. Oliver skoraði síðan tvö mörk fyrir hlé og fullkomnaði þrennuna í byrjun síðari hálfleiks. Lokatölur leiksins voru 4-2.
ÍBV er þá komnir með sín fyrstu þrjú stig í hús, en þeir töpuðu fyrir Dalvík/Reyni í fyrstu umferðinni. Þróttarar eru með eitt stig, en þar er Eyjamaðurinn Sigurvin Ólafsson þjálfari.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst