Á fundi fræðsluráð í gær miðvikudag lagði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fram tillögur að breytingum varðandi niðurgreiðslur til dagforeldra sem og breytingu varðandi heimagreiðslur.
Lagt var til að niðurgreiðslur til foreldra á dagforeldrgreiðslum hækki verulega sem og leikfangastyrkur til dagforeldra.
„Vegna þess hve mörg laus pláss eru hjá dagforeldrum og aukning á leikskólaplássum hjá Vestmannaeyjabæ telur framkvæmdastjóri ekki þörf á heimgreiðslum né niðurgreiðslum fyrir ónýtt pláss hjá dagforeldrum og leggur til að þær verði lagðar niður að svo stöddu frá og með 1. janúar 2020,“ segir í fundagerð ráðsins.
„Fræðsluráð leggur áherslu á að hlúa að ungum fjölskyldum og gera Vestmannaeyjar að raunhæfum kosti fyrir ungt fólk til að setjast að. Fræðsluráð leggur mikla áherslu á að þjónusta og gjaldheimta við þennan mikilvæga hóp sé eins hagstæð og mögulegt er.“
Ráðið samþykkti tillöguna og ffól framkvæmdastjóra að gera ráð fyrir umræddum breytingum við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst