Tvennir tónleikar á fimmtudegi Gosloka
Þuríður Andrea Óttarsdóttir, sem kemur undir listamannsnafninu Þura, og Arnar Júlíusson á setningunni í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Sýndar verða hinar ýmsu listir, spáð í spil og keppt í bjórbingó í dag, fimmtudaginn 4. júlí á Goslokahátíð. Fyrstu sýningarnar opna klukkan 10:00.

Vinir og vandamenn Oddgeirs Kristjánssonar verða með tónleikana Í hjarta mínu á ég auð í Höllinni, og þá verða aðrir tónleikar í Eldheimum með Magnúsi R. Einarssyni og hljómsveit ásamt söngvurum.

Í dag verður norðlæg átt, tveir til sex metrar á sekúndu og alskýjað. Hiti um 9 stig, engri úrkomu spáð og því fínasta veður fyrir börnin sem eiga eftir að mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl síðar í dag.

https://eyjar.net/dagskra-goslokahatidar
https://eyjar.net/margmenni-a-setningu-goslokahatidar

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.