Nóg um að vera í Safnahúsi
Það verður nóg um að vera í Safnahúsi út vikuna fyrir listglaða. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Í Safnahúsi Vestmannaeyja verður nóg um að vera í dag. Listakonan Þórunn Ólý Óskarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Heim klukkan 16:30. Strax í kjölfarið mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra opna sýningu á verkum Stórvals í Einarsstofu klukkan 17:00. 

Þórunn Ólý er fædd og uppalin á Sólhlíð 6. Dóttir Óskars á Sjöfninni og Ástu frá Hlíð. Hún sýnir verk sín sem voru unninn síðustu þrjú ár. 

Í sumar eru 30 ár liðin frá því Stórval, Stefán Jónsson frá Möðrudal, andaðist.

Af því tilefni efna Listvinir Safnahúss til sýningar á úrvali verka hans, sem flestar eru úr einkaeigu bæjarbúa.

Á sýningaropnun mun Jói Listó minnast kynna sinna af listamanninum er hann kom til Eyja.

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.