Það var rífandi stemning í Höllinni og Eldheimum í gærkvöldi og Óskar Pétur Friðriksson festi hana á filmu. í Höllinni voru Vinir og vandamenn Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ með þátttökutónleika. Þar voru flutt bæði eldri Eyjalög en tvö ný sem kráfust bæði virkrar þátttöku áhorfenda.
Í Eldheimum hljómaði tónlist frá eldfjallaeyjum svo sem Hawaii, Sikiley og Grænhöfðaeyjum. Rétt eins og í Vestmannaeyjum þá hefur á þessum eyjum myndast sérstakur stíll og sérkennandi hefð í tónlist sem Eyjamenn fengu að kynnast í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst