Sögusetrið 1627 í Einarsstofu í dag
Gangan hófst við Landakirkju og lauk á Skansinum eftir viðkomu á Stakkó.

Liðlega 40 mættu í göngu Sögusetursins 1627 í gær sem var upphitun fyrir dagskrá í Einarsstofu í dag kl. 13.00. Komið var saman við Landakirkju og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá var gengið á Skansinn þar sem  rætt var um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið upp á kaffi og svaladrykki. Göngustjóri var Ragnar Óskarsson. Óskar Pétur tók meðfylgjandi myndir.

Í dag – Kl. 13.00 Dagskrá í anddyri Safnahúss. 1 ½ klst.)

  1. Örstutt kynning á dagskrá Sögusetursins að Krossi í Austur- Landeyjum hinn 8. júní sl.
  2. Helga Hallbergsdóttir fjallar um Ástu Þorsteinsdóttur prestsfrú og séra Ólaf Egilsson á Ofanleiti og sögu þeirra í Tyrkjaráninu.
  3. Kári Bjarnason segir frá séra Jóni Þorsteinssyni píslarvotti á Kirkjubæ og kveðskap hans.
  4. Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson flytja tónlist sína við nokkur ljóð séra Jóns.
  5. Kaffi, kleinur og spjall. 

Öll velkomin.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.