Liðlega 40 mættu í göngu Sögusetursins 1627 í gær sem var upphitun fyrir dagskrá í Einarsstofu í dag kl. 13.00. Komið var saman við Landakirkju og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá var gengið á Skansinn þar sem rætt var um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið upp á kaffi og svaladrykki. Göngustjóri var Ragnar Óskarsson. Óskar Pétur tók meðfylgjandi myndir.
Í dag – Kl. 13.00 Dagskrá í anddyri Safnahúss. 1 ½ klst.)
Öll velkomin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst