Það var eftirminnileg ferð fyrir erlendu ferðamennina sem fóru frá Eyjum með Herjólfi í gær. Um borð voru 17 lundapysjur sem var sleppt til þeirra frelsis á miðri leið.. Túristarnir stilltu sér upp og fylgdust með af athygli og mynduðu eins og okkar maður, Óskar Pétur Friðriksson. Í bakaleiðinni var Óskari boðið upp í brú þar sem hann myndaði skipstjórnarmennina við sín störf.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst