Kristinn H. Guðnason, blaðamaður á DV skrifar áhugaverða grein um hugsanlega frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum. Flokkurinn siglir nú með himinskautum í skoðanakönnunum og ljóst að margir verða kallaðir, m.a. öflugar konur á landsbyggðinni.
Kristinn nefnir Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og ritara Samfylkingarinnar. „Vert er að nefna þrjár aðrar konur sem gert hafa sig gildandi á sveitarstjórnarstiginu. Það er Hildu Jönu Gísladóttur, hinn reynda bæjarfulltrúa á Akureyri og fyrrverandi sjónvarpsstjóra N4. Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur forseta sveitarstjórnar Reykjanesbæjar.
Sem og Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Íris var lengi í Sjálfstæðisflokknum en sleit sig frá honum og gekk til liðs við bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey fyrir þar síðustu bæjarstjórnarkosningar eftir gríðarlega harðar deilur í flokknum. Hún hefur unnið tvo góða sigra í kosningum í Vestmannaeyjum,“ segir Kristinn í samantektinni.
Þess ber að geta að heyrst hefur að Samfylkingin hafi talað við Írisi sem á nokkra sögu á Alþingi sem varamaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst