„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.
Efsta sætið gefur beint sæti í Bestu deild og nú er það strákanna að klára leikina tvo með stæl. „Enn og aftur líkurnar. Ef við skoðum leikina sem þessi efstu lið eiga eftir eru líkurnar ÍBV í vil. En Grótta vann Fjölni. Nú er þetta algjörlega í höndum ÍBV. Ég trúi ekki öðru en að Peyjarnir klári þetta dæmi. Næsti leikur er á sunnudag 8. september á Hásteinsvelli gegn Grindavík. Mætum nú á völlinn og hvetjum Peyjana til dáða. Áfram ÍBV,“ segir Einar og ástæða til að taka undir með honum.
Síðasti leikurinn er gegn Leikni, 14. september kl. 14.00 á útivelli.
Staðan
L | Mörk | Stig | ||
1 | ÍBV | 20 | 43:26 | 35 |
2 | Keflavík | 20 | 33:24 | 34 |
3 | Fjölnir | 20 | 32:24 | 34 |
4 | Afturelding | 20 | 36:34 | 33 |
5 | ÍR | 20 | 28:24 | 32 |
6 | Njarðvík | 20 | 32:27 | 31 |
7 | Þróttur R. | 20 | 30:26 | 27 |
8 | Grindavík | 20 | 38:38 | 25 |
9 | Leiknir R. | 20 | 29:31 | 24 |
10 | Þór | 20 | 28:37 | 20 |
11 | Grótta | 20 | 29:46 | 16 |
12 | Dalvík/Reynir | 20 | 21:42 | 13 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst