„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.
Efsta sætið gefur beint sæti í Bestu deild og nú er það strákanna að klára leikina tvo með stæl. „Enn og aftur líkurnar. Ef við skoðum leikina sem þessi efstu lið eiga eftir eru líkurnar ÍBV í vil. En Grótta vann Fjölni. Nú er þetta algjörlega í höndum ÍBV. Ég trúi ekki öðru en að Peyjarnir klári þetta dæmi. Næsti leikur er á sunnudag 8. september á Hásteinsvelli gegn Grindavík. Mætum nú á völlinn og hvetjum Peyjana til dáða. Áfram ÍBV,“ segir Einar og ástæða til að taka undir með honum.
Síðasti leikurinn er gegn Leikni, 14. september kl. 14.00 á útivelli.
Staðan
| L | Mörk | Stig | ||
| 1 | ÍBV | 20 | 43:26 | 35 |
| 2 | Keflavík | 20 | 33:24 | 34 |
| 3 | Fjölnir | 20 | 32:24 | 34 |
| 4 | Afturelding | 20 | 36:34 | 33 |
| 5 | ÍR | 20 | 28:24 | 32 |
| 6 | Njarðvík | 20 | 32:27 | 31 |
| 7 | Þróttur R. | 20 | 30:26 | 27 |
| 8 | Grindavík | 20 | 38:38 | 25 |
| 9 | Leiknir R. | 20 | 29:31 | 24 |
| 10 | Þór | 20 | 28:37 | 20 |
| 11 | Grótta | 20 | 29:46 | 16 |
| 12 | Dalvík/Reynir | 20 | 21:42 | 13 |




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.