Sunnudagssteikin á sínum stað hjá Svenna kokki Magg á Ísleifi
1. nóvember, 2019

Eplið féll skammt frá eikinni. Magnús Sveinsson – Maggi á Kletti var um árabil kokkur á Heimaey VE þegar Sigurður Georgsson – Siggi Gogga var með skipið. Sveinn Magnússon fetaði í fótspor föður síns og gerðist líka kokkur á sjó. Hann segist hins vegar hafa valið þá leið fyrir tilviljun frekar en að pabbi haft þar áhrif.

Svenni Magg er kokkur á Ísleifi VE en hafði í upphafi ferils síns hvorki áhuga né umtalsverða þekkingu á matreiðslu og eldhússtússi. Hvoru tveggja átti eftir að breytast mjög. Hann geymir samt enn minnisblöð þar sem skráð er skilmerkilega hve mikið súpukjöt þurfi að elda ofan í heila áhöfn og hve lengi kjötið þurfi að sjóða í potti.

Núna prófar kokkurinn ýmislegt í eldhúsinu og stúderar líka á uppskriftir á vefnum í tölvunni sinni úti á sjó. Hann setur upp breytilega matseðla frá viku til viku og reynir að koma skipsfélögum sínum annað slagið á óvart.

Eitt breytist samt aldrei. Sunnudagssteikin er og verður á sínum stað. Hún er heilög. Breyting á steikarhefðinni myndi jafnvel kalla á enn harðari viðbrögð áhafnarinnar en hjá biskupnum yfir Íslandi ef Ríkisútvarpið tæki útvarpsmessuna á sunnudögum fyrirvaralaust af dagskrá.

„Ég var í nokkur ár á Faxa RE sem HB Grandi gerði út. Skipið heitir nú Kap VE og er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Úthaldið var þrjár vikur í hvert sinn og landað á Vopnafirði. Þetta var þreytandi til lengdar, ég vildi komast á skip sem landaði heima í Eyjum.

Þá bauð Helgi Geir Valdimarsson skipstjóri mér kokkapláss á Ísleifi VE sem áður hét Ingunn AK og var í eigu HB Granda áður en Vinnslustöðin eignaðist skipið. Ég þáði plássið strax og er afskaplega ánægður með þá ákvörðun. Við vorum reyndar nokkrir Eyjamenn í áhöfn Faxa fyrir austan. Óli Einars, núverandi skipstjóri á Heimaey VE, var í mörg ár með Faxa og sumir í áhöfninni fylgdu honum þaðan yfir á Heimaey en aðrir urðu eftir á Faxa/Kap.“

Markaðsverkefni um síld í Austur-Evrópu

„Satt best að segja stóð ekki til að gera sjómennskuna að ævistarfi. Ég lærði markaðshagfræði í Danmörku á sama tíma og eiginkonan, Thelma Gunnarsdóttir, tók meistaragráðu í sálfræði. Lokaverkefnið mitt fjallaði um síldarmarkaði í Austur-Evrópu og var unnið í samvinnu við Vinnslustöðina. Binni framkvæmdastjóri – Sigurgeir B. Kristgeirsson tók mér afar vel og ég hafði aðsetur á skrifstofu VSV í vinnu við verkefnið. Samstarfið var gott og gæfuríkt. Fyrir það er ég afar þakklátur.

Annað stóð ekki til en að starfa áfram í markaðsmálum en efnahagshrunið breytti ýmsu í þeim efnum eins og í mörgu öðru. Markaðsfræðin voru ekki sérlega hátt skrifuð eftir hrunið og þegar mér var bent á laust pláss á Faxa RE í einn túr sló ég strax til. Þessi eini túr lengdist mjög í annan endann. Mér bauðst meiri afleysing, síðan fast pláss, var á Faxa í 8 ár og færði mig þaðan hingað yfir á Ísleif VE.“

Umburðarlynd áhöfn gagnvart óreyndum kokki

„Sjómannsferillinn hófst 1988 á Klakki VE, togara sem Samtog, útgerðarfélag í eigu Vinnslustöðvarinnar, Fiskiðjunnar, Ísfélagsins og Fiskimjölsverksmiðjunnar, gerði út. Þá var ég 18 ára og ólst raunar upp á Klakki með Helga Ágústssyni og síðar Hermanni Kristjánssyni skipstjóra og hans mönnum. Síðar var ég á Guðmundu Torfadóttur VE og Með Gísla Val á Björgu VE.

Nótaveiðiskap kynntist ég fyrst á Gígju VE og fannst hann rosalega áhugaverður og skemmtilegur veiðiskapur. Á nótaveiðum gildir að fá allt eða ekkert. Það þótti mér spennandi og þykir enn.

Ég var háseti á gamla Ísleifi þegar útgerð skipsins var sameinuð Vinnslustöðinni seint á árinu 2002 og fylgdi skipinu til nýs eiganda. Á Ísleifi gamla voru örlögin ráðin. Eysteinn, sonur Gunnars Jónssonar skipstjóra, var kokkur um borð en ákvað að hætta og kom mér eiginlega inn í kokkaríið.

Þetta var óvænt en ég hugsaði sem svo: Fyrst ég er hvort eð er á sjó get ég allt eins farið í eldhúsið og bætt við mig kvarthlut í launum! Hvorki var fyrir að fara reynslu í eldhúsi né áhuga á eldamennsku en ég lét bara vaða og Eysteinn skráði handa mér ýmsar gagnlegar upplýsingar og mataruppskriftir. Minnisblöðin hans urðu mér til mikils gagns og þau geymi ég enn.

Ég kveið engu og fyrstu sólarhringarnir í eldhúsinu voru tíðindalitlir. Ég hafði verið háseti þarna lengi og þekkti áhöfnina vel. Félagar mínir tóku mér vel og voru afskaplega umburðarlyndir gagnvart nýjum kokki og því sem hann bar á borð. Frumraunin gekk bara ágætlega.

Tæki í eldhúsinu voru mun fábrotnari en þau sem ég hef aðgang að núna. Og nú hef ég miklu meiri áhuga á eldamennsku en þá og geri í því að bæta við þekkinguna með því að lesa mér til á Vefnum og fá þar hugmyndir og uppskriftir.“

Djúpsteikingardallur tekinn úr umferð

Kokkar muna tímana tvenna til sjós. Maggi á Kletti, kokkur á Heimaey forðum, hafði hvorki kæli né frysti til að geyma matinn og allt krydd nútímans vantaði. Pipar og salt var málið og flest var sett í pott og soðið. Síðar kom veltipannan til sögunnar og hún jafngilti byltingu í skipseldhúsinu.

Kynslóðaskiptin birtast meðal annars þannig að Svenni Magg hefur allt til alls í sínu eldhúsi á Ísleifi, til dæmis mjög góðan kæli og frysti. Ferskt salat er borið á borð daglega og kryddhillan myndi sóma sér vel í hvaða veitingahúsi sem er á þurru landi.

Djúpsteikingapotti var ofaukið í græjusafninu. Kokkurinn tók hann úr umferð og setti í geymslu í nafni hollustu og heilbrigðs lífernis. Áhöfnin hugsar annars vel upp kroppana sína og er dugleg að hreyfa sig og svitna í líkamsræktartækjunum um borð.

Áhöfnin á Ísleifi einstaklega þægileg

Maturinn um borð má kenna við mömmur lands og miða. Venjulegur heimilismatur, hvorki meira né minna. Stundum gerir áhöfnin sér dagamun og grillar. Kokkurinn lætur þá félaga sína um grillmennskuna en sinnir frekar meðlætinu.

Í stuttri heimsókn um borð í Ísleif má vel skynja að áhöfnin er vinahópur. Mórallinn er fínn og það skiptir miklu máli í slíku samfélagi manna, segir Svenni kokkur.

„Mannskapurinn er sá sami árið inn og árið út. Breytingar á áhöfn eru fátíðar. Strákarnir eru ólíkir en samheldnir og reynsluríkir. Ég hef verið á mörgum skipum og kynnst mörgum góðum áhöfnum en þessi á Ísleifi er alveg einstaklega þægileg og fín. Strákarnir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og ég fer auðvitað á dekk líka og vinn með þeim þar.

Hið eina sem truflar mig er að svo mikið er um stopp að þetta telst varla heilsársvinna. Loðnubresturinn í upphafi árs var auðvitað rosalegur og skerti árstekjurnar um þriðjung. Við vorum síðan á síld, kolmunna og makríl og eigum nú ekki eftir nema einn túr á heimasíld. Eftir það gerist ekkert fram yfir áramót og þá gefur loðnan vonandi færi á sér á nýjan leik.

Þegar lá fyrir að ég myndi leggja sjómennsku fyrir mig hugsaði ég oft um að fara í Stýrimannaskólann en af því varð ekki. Aldrei hef ég séð eftir því að velja sjóinn frekar en markaðsmálin. Hér er ég á að réttri hillu og þar vil ég vera.“

Myndirnar voru teknar eina morgunstund um borð í Ísleifi í góðu yfirlæti og góðum hópi. Umræður að sjálfsögðu eftir því uppbyggilegar. Strákarnir við borðið eru frá vinstri: Steini, Örn (yfirvélstjóri á Kap VE) Björn Stefán, Halldór Ingi, Jens Kristinn og Hallur.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.