Slasaðist á björgunaræfingu
Fólk komið um borð í björgunarbátinn. Myndir Óskar Pétur.

Óhapp varð á umfangsmikilli björgunaræfingu áhafnar Herjólfs í dag. Kona úr áhöfn meiddist á fæti þegar hún fór frá borði um borð í björgunarbát. Fór hún ásamt öðrum í gegnum slöngu sem er sérhönnuð til björgunar á hafi úti.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. „Ég veit ekki hvað meiðslin eru alvarleg en það er miður þegar svona gerist. Að öðru leyti tókst æfingin vel,“ sagði Hörður Orri.

Fólk rennur frá borði í gegnum slönguna í björgunarbátinn.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.