Í dag kom upp bilun í vatnsveitu HS Veitna. Að sögn Ívars Atlasonar, svæðisstjóra vatnssviðs í Vestmannaeyjum varð bilunin í dælustöðinni Landeyjarsandi. Hann segir að búið sé að gera við.
„Við erum samt sem áður í vatnsskömmtun norðan við Strandveg. Mjög mikil vatnsnotkun er í bænum og vatnsveitan ræður illa við þetta, með laskaða vatnslögn við Klettsnefið.” segir Ívar Atlason í samtali við Eyjafréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst