„Að lokinni kjördæmaviku mun ég efna til fögnuðar í Hveragerði ásamt þingmönnum kjördæmisins þar sem við Sjálfstæðismenn og vinir munum koma saman og þétta raðirnar. Viðburðurinn verður laugardaginn 5. október á milli klukkan 14:00-16:00 í Skyrgerðinni og boðið verður upp á léttar veigar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í pósti til flokkssystkina í dag.
Ekki skal gert lítið úr rausnarskap ráðherrans eða efast um gestrisni hennar en hefur einhver í Eyjum heyrt af þessari kjördæmaviku eða rekist á þingmenn kjördæmisins á götum bæjarins þessa vikuna? Ég bara spyr, því stundum hafa þingmenn skautað fram hjá Eyjum í kjördæmaviku í skjóli þess að ekki er fært í Landeyjahöfn. Nú er siglt upp á hvern einasta dag í Landeyjahöfn og skautunin algjör því eftir því sem næst verður komist hefur enginn tíu þingmanna kjördæmisins látið sjá sig.
Ómar Garðarsson.
Þeir eru:
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra |
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra |
Ásthildur Lóa Þórsdóttir 3. varaforseti varaformaður þingflokks |
Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks |
Jóhann Friðrik Friðriksson formaður utanríkismálanefndar |
Ásmundur Friðriksson 4. varaforseti |
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir |
Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti |
Birgir Þórarinsson |
Guðbrandur Einarsson |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst