Skautað fram hjá Eyjum í kjördæmaviku

„Að lokinni kjördæmaviku mun ég efna til fögnuðar í Hveragerði ásamt þingmönnum kjördæmisins þar sem við Sjálfstæðismenn og vinir munum koma saman og þétta raðirnar. Viðburðurinn verður laugardaginn 5. október á milli klukkan 14:00-16:00 í Skyrgerðinni og boðið verður upp á léttar veigar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í pósti til flokkssystkina í dag.

Ekki skal gert lítið úr rausnarskap ráðherrans eða efast um gestrisni hennar en hefur einhver í Eyjum heyrt af þessari kjördæmaviku eða rekist á þingmenn kjördæmisins á götum bæjarins þessa vikuna? Ég bara spyr, því stundum hafa þingmenn skautað fram hjá Eyjum í kjördæmaviku í skjóli þess að ekki er fært í Landeyjahöfn. Nú er siglt upp á hvern einasta dag í Landeyjahöfn og skautunin algjör því eftir því sem næst verður komist hefur enginn tíu þingmanna kjördæmisins látið sjá sig.

Ómar Garðarsson.

 

Þeir eru:

Guðrún Hafsteins­dóttir
dómsmála­ráðherra
Sigurður Ingi Jóhanns­son
fjár­mála- og efna­hags­ráðherra
Ásthildur Lóa Þórs­dóttir
3. vara­forseti
vara­for­maður þing­flokks
Vilhjálmur Árna­son
vara­for­maður þing­flokks
Jóhann Friðrik Friðriks­son
formaður utanríkismálanefndar
Ásmundur Friðriks­son
4. vara­forseti
Hafdís Hrönn Hafsteins­dóttir
Oddný G. Harðar­dóttir
1. vara­forseti
Birgir Þórarins­son
Guðbrandur Einars­son

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.