„Að lokinni kjördæmaviku mun ég efna til fögnuðar í Hveragerði ásamt þingmönnum kjördæmisins þar sem við Sjálfstæðismenn og vinir munum koma saman og þétta raðirnar. Viðburðurinn verður laugardaginn 5. október á milli klukkan 14:00-16:00 í Skyrgerðinni og boðið verður upp á léttar veigar,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í pósti til flokkssystkina í dag.
Ekki skal gert lítið úr rausnarskap ráðherrans eða efast um gestrisni hennar en hefur einhver í Eyjum heyrt af þessari kjördæmaviku eða rekist á þingmenn kjördæmisins á götum bæjarins þessa vikuna? Ég bara spyr, því stundum hafa þingmenn skautað fram hjá Eyjum í kjördæmaviku í skjóli þess að ekki er fært í Landeyjahöfn. Nú er siglt upp á hvern einasta dag í Landeyjahöfn og skautunin algjör því eftir því sem næst verður komist hefur enginn tíu þingmanna kjördæmisins látið sjá sig.
Ómar Garðarsson.
Þeir eru:
| Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra |
| Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra |
| Ásthildur Lóa Þórsdóttir 3. varaforseti varaformaður þingflokks |
| Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks |
| Jóhann Friðrik Friðriksson formaður utanríkismálanefndar |
| Ásmundur Friðriksson 4. varaforseti |
| Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir |
| Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti |
| Birgir Þórarinsson |
| Guðbrandur Einarsson |




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.