Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
24. október, 2024
Vidir1 1536x1022
Víðir Reynisson

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir listann í Suðurkjördæmi. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi.

Heiðurssætin skipa Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára.

Segir þurfa festu í landstjórnina

„Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi.

„Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við:

„Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi:
1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra,
2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu,
3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ,
4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi,
5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði,
6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum,
7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi,
8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu,
9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags,
10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar,
11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS,
12. Óðinn Hilmisson – húsasmíðameistari,
13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi,
14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia,
15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður,
16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra,
17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu,
18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ,
19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður,
20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst