„Ég byrjaði hjá Laxey í ágúst í fyrra. Áður rak ég vínbar í tæp þrjú ár, var framkvæmdastjóri Gríms kokks og vann hjá Fiskistofu þar á undan. Auk þess hef ég setið í bæjarstjórn í tæp sex ár,“ segir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjármálasviðs.
„Það er mjög spennandi að fá að vera með í svo stórri uppbyggingu. Verkefnin eru fjölbreytt og alltaf eitthvað nýtt til að takast á við. Starfið er áhugavert, vinnuaðstaða til fyrirmyndar og ekki skemmir hvað samstarfsfólkið er lifandi og skemmtilegt, það er margt að gerast,“ segir Jóna Sigga eins og hún er kölluð dagsdaglega.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst