Laxey - Draumur verður að veruleika
31. október, 2024
Frumkvöðlarnir Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknihlutans og Daði Pálsson, framkvæmdastjóri hafa stýrt verkefinu af miklum dugnaði.

Frumkvöðlarnir, Daði Pálsson og Hallgrímur Steinsson áttu sér draum um landeldi á laxi sem nú er að rætast. LAXEY mun starfrækja fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum.  Seiðaeldisstöð í Botni Friðarhafnar sem mun framleiða 4 milljónir laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöð í Viðlagafjöru sem mun framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári.

Í seiðaeldisstöðinni er notast við RAS-kerfi sem hámarkar endurnýtingu á vatni og er fyrsta stöð sinnar tegundar á Íslandi. Áframeldið sem verður á landi mun notast við gegnumstreymiskerfi með um 65% endurnýtingu þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar. Með þessu tryggir Laxey bestu skilyrði fyrir vöxt laxa með sjálfbærum hætti.

Gæði afurða úr eldislaxi eru mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim.  Matfiskastöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland.  Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur til landgræðslu og áburðarframleiðslu. Seiði verða bólusett og engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvara með sjálfbærum hætti.

default
Mannvirki í Viðlagafjöru. Stóru kerin taka um 5000 rúmmetra. Þau eru átta í fyrsta áfanga en þeir verða alls fjórir með alls 32 kerjum. Fyrir miðju eru orkuhúsið og minni kerin í sérstöku húsi. Þau eru 900 rúmmetrar. Í þau fara seiðin úr seiðaeldisstöðinni áður en eldi hefst í stóru kerjunum. Í orkuhúsinu er sjór úr borholum tekinn inn. Hann er hitaður í ákveðið hitastig, bætt við súrefni þannig að hann standist allar kröfur. Það sama gildir um vatnið. Í fóðurstöðinni er fóðri dreift yfir í kerin og öllu stjórnað með tölvu. Þar verður bráðabirgða sláturhús.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.